Björgunarsveitum tókst að losa bátinn Árni Sæberg skrifar 29. október 2024 10:16 Áhöfn Gísla Jóns dældi vatni upp úr bátnum. Landsbjörg Rétt fyrir klukkan 18 í gær tókst björgunarsveitum á Vestfjörðum að losa fiskibátinn sem strandaði í mynni Súgandafjarðar í gærmorgun. Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan: Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Í gær var greint frá því að smábátur hefði strandað í utanverðum Súgandafirði í gærmorgun og tveir menn um borð hefðu verið hífðir upp í þyrlu. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að um miðjan dag í gær hafi verið farið að huga að aðgerðum, slöngubátur frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri hafi flutt mannskap og ýmsan búnað í fjöruna við bátinn, ljósavél, dælur og belgi til að þétta bátinn ef á þyrfti að halda. Eftir að hafa skoðað aðstæður hafi verið talið að ekki þyrfti að draga bátinn langt áður en hann flyti upp vegna hve aðdjúpt var að strandstaðnum. Dráttartaug slitnaði Um hálf fimm í gær hafi svo verið komin dráttartaug yfir í björgunarskipið Gísla Jóns sem hafi þá losað akkeri og hafi að toga í. Dráttartaugin hafi slitnað við fyrstu tilraun og sterkari taug sett á milli. Um klukkan 18 hafi báturinn verið á floti og tekinn aðeins frá landi. Þá hafi hann verið losaður úr Gísla Jóns og Kobbi Láka tekið við að draga, á meðan Gísli Jóns tók bátinn á síðuna svo hægt væri að beita öflugum dælum um borð í Gísla til að dæla úr bátnum. Talsverður leki hafi verið að bátnum og ljóst að hann hefði líklega sokkið ef ekki hefði verið hægt að dæla úr honum. Kominn í höfn rétt upp úr 19 Þannig hafi báturinn verið dreginn inn til Suðureyrar og rennt upp í sjósetningarrennu í höfninni rétt upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Auk áðurnefndra björgunarskipa og báta hafi björgunarbáturinn Stella frá Flateyri tekið þátt í aðgerðum þar sem þurft hafi að flytja mannskap og tæki milli báta. Myndskeið frá Landsbjörg af björguninni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira