Innlent

Selenskíj hefur Ís­lands­heim­sókn sína

Kjartan Kjartansson skrifar
Götulokun við Alþingishúsið í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og heimsókn Úkraínuforseta.
Götulokun við Alþingishúsið í tengslum við Norðurlandaráðsþingið og heimsókn Úkraínuforseta. Vísir/Ívar

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er kominn til landsins. Hér mun hann funda með norrænum forsætisráðherrum á Þingvöllum áður og ávarpa Norðurlandaráðsþing. Mikill öryggisviðbúnaður er vegna heimsóknar Selenskíj og annarra erlendra ráðamanna.

Selenskíj er sagður hafa lent á Keflavíkurflugvelli um klukkan tvö. Hann fundar með Bjarna Benediktssyni, starfandi forsætisráðherra, á Þingvöllum síðar í dag og svo í kjölfarið með öðrum norrænum forsætisráðherrum. Hann ávarpar einnig fulltrúa á þingi Norðurlandaráðsins í dag.

Götulokanir tóku gildi á afmörkuðu svæði í miðbæ Reykjavíkur klukkan átta í morgun og verða í gildi fram á miðvikudag. Þá verður ekki heimilt að fljúga drónum á tilteknum svæðum og einhver áhrif verða einnig á ferðir Strætó. 

Þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndum eru væntanlegir til landsins til að taka þátt í fundinum auk annarra gesta, en forgangsakstur með lögreglufylgd getur haft einhver áhrif á umferð í höfuðborginni og í tengslum við fundi á Bessastöðum og á Þingvöllum.

Um það leyti sem Selenskíj lenti á Íslandi birti hann færslu á samfélagmiðlum þar sem hann lýsti Norðurlöndunum sem staðföstum bandamönnum. Hann ætlaði meðal annars að ræða við norræna ráðamenn um siguráætlun sína fyrir stríðið gegn Rússum og samstarf við Norðurlöndin á ýmsum sviðum.

Bein textalýsing frá heimsókn Selenskíj er hér fyrir neðan. Birtist hún ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×