Rekja stuld á korti af Ísrael úr Seltjarnarneskirkju til átakanna Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 10:48 Kortið sem hékk í anddyri Seltjarnarneskirkju nýttist meðal annars til þess að skýra sögusvið Biblíunnar. Vísir Óþekktur einstaklingur tók upphleypt kort af Ísrael ófrjálsri hendi úr anddyri Seltjarnarneskirkju í síðustu viku. Prestur þar tengir stuldinn við umfjöllun um Ísrael og átök þess við Palestínumenn. Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera. Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Upphleypta kortið sem Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, keypti á ferðalagi í Ísrael hafði hangið í anddyri við safnaðarheimili kirkjunnar frá 2018. Það sýndi meðal annars sigdalinn sem Dauðahafið situr í og nýttist við að fræða börn og fullorðna um söguslóðir Biblíunnar. „Þarna er Gasa inni á svæðinu og skiptingin kemur eins og hún er núna. Maður notar það auðvitað bara til að sýna hvar Jerúsalem og Nasaret og þessir staðir sem við erum alltaf að fjalla um eru,“ segir Bjarni við Vísi. Innrammaða kortið hvarf sporlaust úr kirkjunni í síðustu viku. Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður í Seltjarnarneskirkju, segist hafa orðið var við að kortið væri ekki lengur á sínum stað á miðvikudag. Því hafi væntanlega verið stolið einhvern tímann frá sunnudegskvöldinu áður. „Við tengjum þetta við þessa umfjöllun um Ísrael og þessa hryllilegu atburði sem eiga sér stað þar. En það er bara ályktun, við vitum það ekki fyrir víst,“ segir Bjarni sóknarprestur. Engar athugasemdir borist um kortið Tugir þúsunda Palestínumanna hafa fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas-samtökunum á Gasaströndinni síðasta árið eftir að vígamenn samtakanna drápu um 1.200 Ísraela og tóku hundruð í gíslingu 7. otkóber í fyrra. Þá hafa átökin breiðst út til nágrannaríkisins Líbanon þar sem Ísraelar láta til skarar skríða gegn Hezbollah-skæruliðasveitunum sem hafa ítrekað skotið eldflaugum á Ísrael. Enginn gerði athugasemdir við kortið í Seltjarnarneskirkju en Bjarni segir skrýtið að það skuli hverfa núna þegar fréttir frá botni Miðjarðarhafs séu í hámæli. „Maður hefur á tilfinningunni að einhver þoli ekki að sjá kortið þarna uppi á vegg,“ segir presturinn. Bjarni auglýsti eftir kortinu í Facebook-hópi fyrir íbúa Seltjarnarness. Hvatti hann þann sem hefði kortið undir höndum að skila því enda hefði það ekkert með stríðsátökin að gera.
Seltjarnarnes Þjóðkirkjan Trúmál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira