Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 10:14 Aukaborði hefur verið komið fyrir í dómssal 101. Hér má sjá Þorgils Þorgilsson og fleiri verjendur í bláum og svörtum skikkjum. Sakborningar í úlpum og með derhúfu í öftustu röð. Vísir/vilhelm Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira