Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 10:14 Aukaborði hefur verið komið fyrir í dómssal 101. Hér má sjá Þorgils Þorgilsson og fleiri verjendur í bláum og svörtum skikkjum. Sakborningar í úlpum og með derhúfu í öftustu röð. Vísir/vilhelm Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira