Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 28. október 2024 09:03 Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun