Fótbolti

Mark beint úr horni dugði ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skorai mark Íslands, beint úr horni.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skorai mark Íslands, beint úr horni. Matthew Maxey/Icon Sportswire via Getty Images

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 3-1 tap er liðið mætti Bandaríkjunum í vináttuleik í kvöld.

Bandaríkin og Ísland voru að mætast í annað sinn á fjórum dögum, en liðin mættust einnig síðastliðinn fimmtudag. Þá unnu Bandaríkin 3-1 sigur.

Lengi vel stefndi í að íslenska liðið myndi hefna fyrir tapið eftir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslendingum yfir á 31. mínútu með marki beint úr hornspyrnu. Karólína tók þá hornspyrnu frá vinstri og snéri boltanum yfir Casey Murphy í bandaríska markinu.

Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0, Íslandi í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bandaríska liðið sótti stíft í síðari hálfleik og uppskar loks jöfnunarmark á 72. mínútu þegar Lynn Williams kom boltanum í netið.

Fjórum mínútum síðar tóku bandarísku stúlkurnar svo forystuna þegar Lindsey Horan skoraði gott mark áður en Emma Sears bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Niðurstaðan því 3-1 sigur Bandaríkjanna, en bandarísku stelpurnar eru nú taplausar í síðustu 17 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×