Formúla 1

Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á for­skot meistarans

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Sainz fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld.
Carlos Sainz fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld. Mark Thompson/Getty Images

Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum sem fram fór í Formúlu 1 í kvöld. 

Sainz hóf keppnina á ráspól og eftir að hafa misst fremsta sætið um stundarsakir snemma í keppninni kom hann sér aftur á toppinn og leiddi til loka.

Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, var annar stærstan hluta keppninnar, en gerði mistök undir lokin og missti Lando Norris á McLaren fram úr sér.

Norris kom því annar í mark og Leclerc þriðji. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell höfnuðu í fjórða og fimmta sæti, en heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að gera sér sjötta sætið að góðu eftir að hafa þurft að taka út tvær refsingar í keppninni.

Þrátt fyrir að hafa hafnað í sjötta sæti hefur Max Verstappen en nokkuð öruggt forskot á toppi heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hann er með 362 stig þegar fjórar keppnir eru eftir, en er nú aðeins 47 stigum á undan Lando Norris sem hefur jafnt og þétt verið að saxa á hollenska meistarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×