Stress og spenna hjá stuðningsmönnum fyrir úrslitaleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 18:31 Aron Guðmundsson kíkti á upphitun hjá stuðningsmönnum Víkinga fyrir leikinn. Vísir Það var heldur betur fjör hjá stuðningsmönnum Víkings og Breiðabliks fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Nablinn og Aron Guðmundsson kíktu á stemmninguna fyrir leik. Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er kominn af stað í Fossvoginum. Víkingum dugir jafntefli til að tryggja sér titilinn en Blikar þurfa sigur. Fyrir leikinn kíktu þeir Aron Guðmundsson og Andri Már Eggertsson í heimsókn til stuðningsmanna liðanna. Víkingar hittust í Víkingsheimilinu og þá var einnig fjölmennt bakvið stúkuna og ljóst að taugar manna voru spenntar. „Þetta er stór dagur hjá okkur Víkingum. Afmæli og þessi hreini úrslitaleikur, þetta verður geggjað hér í kvöld,“ sagði Helgi Már Erlingsson stuðningsmaður Víkinga en hann á afmæli í dag og gæti því fagnað titlinum á afmælisdaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega magnað sumar eins og sumarið í fyrra og þar áður. Þetta er búið að vera ævintýri og við ætlum að klára þetta í kvöld og loka þessu ævintýri,“ sagði Helgi í samtali við Aron en innslagið var sýnt í upphitun fyrir leikinn á Stöð 2 Sport. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, eins og hann er oftast kallaður hitti stuðningsmenn Blika í Kópavoginum. Reyndar ekki í Smáranum heldur Kópavogsmegin í Fossvoginum og því ekki langt frá stuðningsmannasvæðinu og að vellinum sjálfum. Þar var rífandi stemmning. „Ég er ekkert eðlilega stressaður. Ég held það sé enginn spenntur, það eru allir dauðstressaðir. Ég hef fulla trú á mínu liði og er ekkert eðlilega stoltur af þeim,“ sagði stuðningsmaður Blika og fékk góðar undirtektir í stuðningsmannahópnum. Innslögin má sjá í spilurunum hér fyrir ofan en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax að leik loknum verður lokaþáttur Stúkunnar sýndur í beinni útsendingu.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira