Óheppilegt en ekki óvenjulegt Elín Margrét Böðvarsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. október 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir, Ólafur Þ. Harðarson og Dagur B. Eggertsson. Vísir Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út. Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar sem hún sendi til hugsanlegs kjósanda flokksins sem fóru í dreifingu í gær hafa vakið athygli. Í skilaboðunum segir Kristrún Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, vera í aukahlutverki, en hann skipar annað sæti á lista á eftir henni í Reykjavík. Þá bendir hún á að það sé hægt að strika út nafn Dags á kjörseðli. „Það er náttúrlega óheppilegt fyrir Kristrúnu að þessar ráðleggingar hennar um að strika Dag út hafi verið birtar opinberlega en í því eru samt engin tíðindi, því að þegar einhver segir við forystumann að hann vilji ekki kjósa lista flokksins út af einhverjum tilteknum frambjóðanda þá segja menn yfirleitt alltaf: Þú getur strikað hann út. Það er þinn lýðræðislegi réttur. Þetta er í rauninni engin frétt,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sjá einnig: Úthugsuð strategía eða alvarlegt reynsluleysi hjá Kristrúnu Í skilaboðum Kristrúnar kom einnig fram að Dagur verði ekki ráðherra, komist Samfylkingin í ríkisstjórn. „Hins vegar vekur athygli að hún segir að Dagur sé ekki ráðherraefni. Það kemur kannski pínulítið á óvart af því að Dagur hefur náttúrulega gríðarlega mikla reynslu úr borgarstjórninni og sérstaklega vekur athygli að hann er búinn að halda saman meirihlutum þar, ólíkum meirihlutum, í fjórtán ár. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn eftir kosningar þá er líklegt að það verði ríkisstjórn þriggja til fjögurra flokka og maður hefði kannski ætlað að reynsla Dags kæmi þar að góðu gagni,“ sagði Ólafur. Hann sagði þó að það hvort Dagur væri ráðherraefni eða ekki, virtist það hafa verið gert í samráði við hann. Ekki virtist neinn ágreiningur innan flokksins um útspil Kristrúnar. „Sem kemur mér kannski aðeins á óvart.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira