Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 12:40 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Vísir/Ívar Fannar Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís. Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís.
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira