Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 12:40 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Vísir/Ívar Fannar Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís. Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís.
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira