Erlent

Flutninga­bíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í Glilot í morgun.
Frá vettvangi í Glilot í morgun. Magen David Adom

Að minnsta kosti 35 eru sagðir vera særðir eftir að flutningabíl var ekið inn í þvögu fólks við strætóstoppistöð í úthverfi Tel Aviv í Ísrael í morgun. Lögreglan telur að um hryðjuverk sé að ræða.

Fjöldi slasaðra hefur verið á nokkru reyki en af þeim eru að minnsta kosti sex sagðir alvarlega slasaðir. Myndefni af vettvangi sýndi nokkra fasta undir flutningabílnum eftir að hann stöðvaðist.

Margir sem slösuðust eru eldri borgarar sem voru nýstignir út úr rútu en voru þau á leið á safn á svæðinu, samkvæmt fréttamanni Times of Israel.

Haaretz hefur eftir talsmanni lögreglunnar að ökumaður flutningabílsins sé talinn hafa gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Ökumaður bílsins er sagður hafa verið skotinn til bana af vopnuðum borgurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×