„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:41 Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira