Innviðaskuldin mikla Grímur Atlason skrifar 26. október 2024 14:17 Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, biðlistum eftir aðgerðum og miklum erfiðleikum á bráðamóttöku. Því miður eru þetta ekki nýjar fréttir eða nýuppgötvaður vandi: þetta hefur verið svona um árabil. Sorglegar fréttir úr geðheilbrigðiskerfinu undanfarna daga og vikur opinbera neyð á öllum stigum kerfisins. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Við ákváðum að setja þessi mál ekki ofar á forgangslistann. Heilbrigðismál – innviðaskuld Ef við skoðum opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VFL.) sl. 10 ár á Íslandi annars vegar og Danmörku og Svíþjóð hins vegar þá blasir stærsta skýring á stöðunni við. Á meðfylgjandi mynd má sjá þetta hlutfall á Íslandi og í Svíþjóð og Danmörku og einnig hvernig þetta ætti að vera á Íslandi að teknu tilliti til þess að það er hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðiskerfi hér vegna smæðar landsins (sjá mynd 1). Mynd 1 - Hlutfall til heilbrigðismála af VLF. gögn frá Hagstofu Íslands, OECD og Danmarks statistik. Á þessari mynd sést að útgjöld Svíþjóðar á þessum áratug í heilbrigðiserfið voru að meðaltali 21,6% hærri en Íslands og útgjöld Danmerkur voru 15,9% hærri. Ef við hefðum tekið tillit til þess hve óhagkvæmt það er að reka heilbrigðiskerfi í jafn litlu landi og Ísland er þá hefðum við sett að meðaltali 31% hærra hlutfall af VLF í heilbrigðiskerfið en við gerðum þennan áratug. Veitið þið athygli að framlag Íslands er að meðtöldu fjármagni sem fer í byggingu nýs Landspítala sem útskýrir aukninguna til málaflokksins sl. fimm ár. Áratugalöng vanræksla okkar þýðir að innviðaskuldin er mörghundruð milljarðar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu há þessi skuld er sl. 10 ár (sjá mynd 2). Skuld við geðheilbrigðiskerfið samtals. Það gefur augaleið að heilbrigðiskerfið styrkist ekki á meðan það vanfjármagnað um meira en 50 milljarða ár hvert. Geðheilbrigðismál – innviðaskuld Geðheilbrigðismál á Íslandi eru metin um 25% af umfangi heilbrigðiskerfisins. Af heildarupphæð sem sett er í heilbrigðismál fara 4,9% í geðheilbrigðismál. Það segir sig sjálft að þarna vantar mikið upp á. Það er þó ekki þannig að geðheilbrigðismál ætti að fá 25% hluta framlagsins, eins og umfangið segir til um, þar sem margt innan kerfisins er miklu dýrara en t.d. hefðbundin meðferð á geðdeild. Þannig kostar svo dæmi sé tekið nótt á gjörgæslu umtalsvert meira en nótt á deild 33-C. Það er hins vegar ljóst að 4,9% er allt of lítið. Í Svíþjóð og Danmörku er þetta hlutfall í kringum 10-12%. Ef við gefum okkur að hlutfallið ætti að vera 11% og notum sömu aðferð og við útreikningana hér á undan þá er niðurstaðan þessi (sjá mynd 3). Skuld við heilbrigðiskerfið samtals. Sorglegar og alvarlegar afleiðingar Afleiðingar þess að hafa svelt heilbrigðiskerfið um 500 til 552 milljarða og þar af geðheilbrigðiskerfið um 173 til 190 milljarða eru allt um kring. Við sjáum þær m.a. í starfsmannaveltu, mönnunarvanda, flótta úr heilbrigðisstéttum, biðlistum, fráflæðisvanda, þjónustuleysi, læknamistökum og ójöfnuði sem fylgir fjársveltu heilbrigðiskerfi. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa líka við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Þegar stjórnmálamenn mæta núna fyrir kosningar og tromma það upp að hælisleitendur séu stóri vandinn í íslensku samfélagi þá eru þeir að afvegaleiða umræðuna. Það er ekki vegna þeirra sem maður er enn innilokaður á réttargeðdeild fimm árum eftir að læknir mat hann hæfan til að flytja í sérútbúið búsetuúrræði. Það er ekki vegna þeirra að fólk er flutt hreppaflutningum á milli landshluta vegna úrræðaleysis. Það er ekki vegna þeirra sem við látum einkaaðila um að reka vistun fyrir börn í vanda þrátt fyrir alvarlegar ábendingar um ágalla á starfseminni m.a. frá umboðsmanni Alþingis sl. sumar. Það er ekki vegna þeirra að tilkynningar til barnaverndar um börn sem beita ofbeldi jukust um 133% á milli áranna 2016 og 2023 og meiriháttar og stórfelldar líkamsárásir ungmenna jukust um 188% frá 2019 til 2023. Það er ekki vegna þeirra sem bið eftir að komast til geðlæknis er 12 til 18 mánuðir. Það er ekki vegna þeirra að geðdeildum er lokað yfir sumarmánuðina. Það er ekki vegna þeirra sem Stuðlar skertu þjónustu í sumar. Það er ekki vegna þeirra sem helsta dánarorsök ungs fólks er of stór skammtur eða sjálfsvíg. Það er ekki vegna þeirra sem fólk með fíknivanda deyr á biðlistum. Það er ekki vegna þeirra sem börn eru skilin eftir í óboðlegum aðstæðum og aðstandendur þeirra fá ekki aðstoð. Það er ekki vegna þeirra sem biðlisti eftir hjúkrunarheimilum er jafn langur og raun ber vitni. Það er ekki vegna þeirra sem húsnæði geðdeilda á Íslandi er geðfjandsamlegt. Það er ekki vegna þeirra sem geðheilbrigðisþjónusta við fanga er nær engin. Þessi listi er svo miklu, miklu lengri. Þarna má sjá afleiðingar þess að við sem samfélag ákváðum að heilbrigðismál og þá sérstaklega geðheilbrigðismál voru ekki sett í forgang. Stjórnmálamenn hunsuðu 85 þúsund undirskriftir Íslendinga árið 2016, í söfnun sem Kári Stefánsson stóð fyrir, þar sem farið var fram á að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11% af VFL. Þess vegna er staðan svona. Þetta eru staðreyndirnar. Þetta eru afleiðingarnar. Þetta er innviðaskuldin mikla. Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun