Innlent

Fjór­tán ára undir stýri

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð var um ökumenn sem stöðvaðir voru vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Nokkuð var um ökumenn sem stöðvaðir voru vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar eftir gærkvöldið.

Nokkuð var um ökumenn sem stöðvaðir voru vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og virðist sem nokkuð hafi verið um ölvun einnig.

Lögregluþjónar voru meðal annars kallaðir til innbrots í fyrirtæki, þjófnaðar úr verslun og var einn handtekinn fyrir eignaspjöll og húsbrot. Sá var vistaður í fangaklefa í nótt, auk sjö annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×