Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæra Áslaug Arna! Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Nýsköpun og tækniþróun byggja á þekkingu sem verður til í háskólum. Þar læra ungmenni ekki bara kenningar og gagnrýna hugsun, heldur vinna þau með okkur háskólakennurum að grunnrannsóknum og hagnýtingu niðurstaðna. Það sem ég er að reyna að útskýra er að þú getur ekki sleppt því að fjármagna háskólana, ræturnar, og búist við því að nýsköpun og tækniþróun haldi áfram að blómstra. Forsenda þess að á Íslandi séu verðmætaskapandi atvinnugreinar sem byggja á þekkingu, vexti, þróun og nýsköpun, sem þér er svo hugleikin, er betri fjármögnun háskólanna. Þetta getur ekki verið annað en yfirsjón. Viltu ekki leiðrétta þetta fyrir kosningar? Ísland stendur sig vægast sagt illa í að fjármagna háskóla og rannsóknir. Hér er mynd sem sýnir framlag Íslands til háskólastigsins (í USD per nemanda til opinberra háskóla), samanborið við löndin sem okkur þykir skemmtilegast að bera okkur saman við, og OECD meðaltal. Ísland er þessi litli þarna í miðjunni. AÐSEND Förum líka aðeins vestur um haf. Bandaríkin standa þjóða fremst í STEM greinum, tækniþróun og nýsköpun og þar er 1% þjóðarinnar með doktorsgráðu. Á Íslandi eru aðeins 0,5% þjóðarinnar með doktorsgráðu og stærsti hluti okkar vinnur við rannsóknir og háskólakennslu. Við erum samt enn of fá miðað við margnefnd samanburðarlönd. Við erum með fleiri nemendur á hvern kennara en þekkist annarsstaðar og við erum líka með talsvert lægri laun. Ef ég væri prófessor við bandarískan háskóla væri ég með á bilinu 62%-86% hærri laun en ég er með á Íslandi, eftir því hvort ég væri karl eða kona. Á næstu mynd má sjá hvernig tekjur fólks með doktorspróf á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi, frá 2015. Ég hef myndina eins einfalda og hægt er til að það skiljist hvað ég er að segja. Þessi gögn eru öll til á Hagstofu Íslands þar sem þú getur skoðað þetta betur, ef þú vilt. Myndin sýnir að þróun launa fólks með doktorsgráðu tók talsverða dýfu um það leyti sem fráfarandi ríkisstjórn tók við, en áberandi dýfu árið 2021 þegar þú tókst við háskólamálaráðuneytinu. Hvernig getur staðið á því? Þér hlýtur að hafa yfirsést þessi mikilvæga forsenda hagvaxtar og þróunar í landinu. Árið 2022 var 22% munur á þróun heildartekna fólks með doktorsgráðu (lækkun um 8%) og hinna sem ekki eru með doktorsgráðu (hækkun um 14%). Til gamans má geta að konur voru 41% allra lektora, dósenta og prófessora við Háskóla Íslands 2015 en síðan þá er þetta hlutfall komið upp í 51%. En það getur varla tengst launaþróuninni. AÐSEND Til að það sé sagt, er ég ekki að tala fyrir auknum ójöfnuði á Íslandi. Mér þykir mikilvægt að hér sé áframhaldandi jöfnuður og ég styð kjarabaráttu þeirra sem hafa lengst af verið skildir eftir í íslensku samfélagi; kvennastéttir. En ef þú skoðar myndina aftur sérðu bláa punktalínu, þar er Gini stuðullinn, sem er mæling á tekjudreifingu innan þjóðar. Glöggir geta áttað sig á því að hún hefur enga fylgni við okkar tekjur. Þótt við, fólkið með doktorsgráðurnar (0,5% þjóðarinnar, manstu) fengjum leiðréttingu á okkar kjararýrnun, svo ég tali nú ekki um launahækkun, myndi það ekki hagga við Gini stuðlinum. Við erum í kerfislægum vanda stödd, sem þú getur lagað. Vegna þess hve háskólastigið er fjársvelt er prófessor hér á landi að fá sömu laun og nýdoktor fær í Svíþjóð. Erum við virkilega tilbúin til að sætta okkur við að það sé beinlínis vond hugmynd fyrir okkar færasta fólk að fara í doktorsnám og fá vinnu við háskóla? Hver á að þjálfa fólkið sem tekur þátt í allri nýsköpuninni og tækniþróuninni? Ég veit að þú vilt okkur vel og ég bíð spennt eftir leiðréttingunni í fjárlögum ársins! Höfundur er prófessor og meðstjórnandi í Félagi prófessora við ríkisháskóla
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun