Með í maganum og stígur út fyrir þægindarammann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 22:32 Grímur Grímsson er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Arnar „Það er þannig að sumir lenda á milli og þá eru engin úrræði sem passa við. Við sjáum það í samtölum við fólk að það eru til börn og ungmenni sem eru með þannig vandkvæði að þau passa hvergi. Við finnum það öll að þegar það er talað um málefni barna að þetta er viðkvæmt og miklar tilfinningar í þessu. Fyrir utan það að það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið að það verði til fólk sem brýtur af sér eða verði ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Grímur skipar þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann segist hafa verið með í maganum síðan hann tilkynnti framboð sitt og að hann sé að stíga rækilega út fyrir þægindaramman. Grímur kláraði síðasta vinnudaginn sinn hjá lögreglunni í bili í dag en er nú í fimm vikna fríi fram að þingkosningum 30. nóvember. Þurfi að vinna hraðar í útlendingamálum Hann segir það blendnar tilfinningar að vera kominn í pólitíkina enda kann hann vel við sig í sínu starfi. Grímur hefur starfað hjá lögreglunni í rúm 35 ár og segist hafa upplifað ýmislegt á sínum ferli sem hafi haft áhrif á hann og hans hugðarefni sem hann tekur með sér í pólitíkina. „Akkúrat núna eru kosningar svo það var annað hvort að hrökkva eða stökkva núna. Ég gaf kost á mér við Viðreisn og hafði samband við þau og benti á að ég hefði áhuga og naut þess trausts að vera settur í þriðja sæti.“ Grímur segir mikilvægt að horfa til útlendingamálanna og að það verði að vinna hraðar úr þeim málum. Hann segir kostnað kerfisins eins og það er í dag vera mikinn fyrir samfélagið. „Við þurfum að geta tekið á móti fólki sem við viljum taka á móti með mannúð og mildi að leiðarljósi og búa þeim gott umhverfi. Þegar staðan er orðin þannig að það eru orðnir svona margir er það erfitt svo að vel sé.“ Hann bætir við að mikilvægt sé að læra af þróuninni hjá nágrannalöndum okkar. „Til dæmis því þú nefnir Europol, þá er það stofnun sem greinir mikið af upplýsingum og gefur út skýrslur. Þeir hafa bent á að skipulögð brotastarfsemi sé mesta ógn sem stafar að Evrópu ásamt hryðjuverkum. [...] Að bera okkar saman við aðrar þjóðir og aðrar löggæslustofnanir, ég held það skipti bara rosalegu máli varðandi öryggismál.“ Öryggismál sérstakt áhugamál Grímur tekur fram að til þessa hefur hann ekki verið í stöðu til að gagnrýna störf stjórnvalda opinberlega en bætir við að í gegnum tíðina hafi hann verið í stöðugu sambandi við ráðuneyti sem lögreglan heyrir undir. Hann hafi átt í ágætu samstarfi við stjórnmálamenn, embættismenn og starfsmenn ráðuneyta. „Öryggismál í sínum víðasta skilningi er áhugamál hjá mér. Þar með talið er löggæsla en ég vil nefna sérstaklega innan þess flokks eru netbrot og netvarnir. Ég held að við þurfum að bæta verulega í þar. Á síðustu árum þá hef ég verið yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði og það sem ég hef mest látið til mín taka eru mál sem snúa að börnum. Börnum í viðkvæmri stöðu og skipulögð brotastarfsemi. Þetta getur legið saman með ákveðnum hætti vegna þess að börn í viðkvæmum stöðum eru ekki endilega bara börn á Íslandi heldur líka börn erlendis og barnaníð á netinu sem við höfum lagt áherslu á að vinna með,“ segir Grímur inntur eftir því hver helstu áherslumál hans séu í stjórnmálum. Valdi óhug hve oft börn komi við sögu í alvarlegum málum Hann segist eiga bæði við brot gegn börnum sem lögreglan sinnir en einnig brot barna og nefnir dæmi sem hafa komið upp undanfarin misseri. Hann segir mikilvægt að athuga hvernig hægt sé að grípa fyrr inn í hjá börnum sem eru í áhættuhóp. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Spurður hvernig Grímur líti á samfélagið í dag hvað varðar öryggi og hvort að þjóðfélagið hafi tekið stakkaskiptum undanfarið segir Grímur: „Ég held að þessi staðreynd að árinu séu komin átta manndrápsmál og árið er ekki búið. Þetta er það há tala að þetta er það mikið frávik að við hljótum að velta þessu fyrir okkur. Við skulum þó ekki túlka þessa tölu strax of mikið. Það hafa komið svona toppar í alls konar afbrot og síðan hefur kannski ekkert gerst næstu tvö ár á eftir. Kannski jafnast þetta út og við verðum að vona það. Af þessum átta manndrápsmálum þá eru fjögur sem hafa verið hjá okur og þar af eru þrjú mál þar sem börn koma við sögu. Það er auðvitað verulegt áhyggjuefni þegar að börn koma að málum.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Lögreglan Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Grímur skipar þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann segist hafa verið með í maganum síðan hann tilkynnti framboð sitt og að hann sé að stíga rækilega út fyrir þægindaramman. Grímur kláraði síðasta vinnudaginn sinn hjá lögreglunni í bili í dag en er nú í fimm vikna fríi fram að þingkosningum 30. nóvember. Þurfi að vinna hraðar í útlendingamálum Hann segir það blendnar tilfinningar að vera kominn í pólitíkina enda kann hann vel við sig í sínu starfi. Grímur hefur starfað hjá lögreglunni í rúm 35 ár og segist hafa upplifað ýmislegt á sínum ferli sem hafi haft áhrif á hann og hans hugðarefni sem hann tekur með sér í pólitíkina. „Akkúrat núna eru kosningar svo það var annað hvort að hrökkva eða stökkva núna. Ég gaf kost á mér við Viðreisn og hafði samband við þau og benti á að ég hefði áhuga og naut þess trausts að vera settur í þriðja sæti.“ Grímur segir mikilvægt að horfa til útlendingamálanna og að það verði að vinna hraðar úr þeim málum. Hann segir kostnað kerfisins eins og það er í dag vera mikinn fyrir samfélagið. „Við þurfum að geta tekið á móti fólki sem við viljum taka á móti með mannúð og mildi að leiðarljósi og búa þeim gott umhverfi. Þegar staðan er orðin þannig að það eru orðnir svona margir er það erfitt svo að vel sé.“ Hann bætir við að mikilvægt sé að læra af þróuninni hjá nágrannalöndum okkar. „Til dæmis því þú nefnir Europol, þá er það stofnun sem greinir mikið af upplýsingum og gefur út skýrslur. Þeir hafa bent á að skipulögð brotastarfsemi sé mesta ógn sem stafar að Evrópu ásamt hryðjuverkum. [...] Að bera okkar saman við aðrar þjóðir og aðrar löggæslustofnanir, ég held það skipti bara rosalegu máli varðandi öryggismál.“ Öryggismál sérstakt áhugamál Grímur tekur fram að til þessa hefur hann ekki verið í stöðu til að gagnrýna störf stjórnvalda opinberlega en bætir við að í gegnum tíðina hafi hann verið í stöðugu sambandi við ráðuneyti sem lögreglan heyrir undir. Hann hafi átt í ágætu samstarfi við stjórnmálamenn, embættismenn og starfsmenn ráðuneyta. „Öryggismál í sínum víðasta skilningi er áhugamál hjá mér. Þar með talið er löggæsla en ég vil nefna sérstaklega innan þess flokks eru netbrot og netvarnir. Ég held að við þurfum að bæta verulega í þar. Á síðustu árum þá hef ég verið yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði og það sem ég hef mest látið til mín taka eru mál sem snúa að börnum. Börnum í viðkvæmri stöðu og skipulögð brotastarfsemi. Þetta getur legið saman með ákveðnum hætti vegna þess að börn í viðkvæmum stöðum eru ekki endilega bara börn á Íslandi heldur líka börn erlendis og barnaníð á netinu sem við höfum lagt áherslu á að vinna með,“ segir Grímur inntur eftir því hver helstu áherslumál hans séu í stjórnmálum. Valdi óhug hve oft börn komi við sögu í alvarlegum málum Hann segist eiga bæði við brot gegn börnum sem lögreglan sinnir en einnig brot barna og nefnir dæmi sem hafa komið upp undanfarin misseri. Hann segir mikilvægt að athuga hvernig hægt sé að grípa fyrr inn í hjá börnum sem eru í áhættuhóp. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Spurður hvernig Grímur líti á samfélagið í dag hvað varðar öryggi og hvort að þjóðfélagið hafi tekið stakkaskiptum undanfarið segir Grímur: „Ég held að þessi staðreynd að árinu séu komin átta manndrápsmál og árið er ekki búið. Þetta er það há tala að þetta er það mikið frávik að við hljótum að velta þessu fyrir okkur. Við skulum þó ekki túlka þessa tölu strax of mikið. Það hafa komið svona toppar í alls konar afbrot og síðan hefur kannski ekkert gerst næstu tvö ár á eftir. Kannski jafnast þetta út og við verðum að vona það. Af þessum átta manndrápsmálum þá eru fjögur sem hafa verið hjá okur og þar af eru þrjú mál þar sem börn koma við sögu. Það er auðvitað verulegt áhyggjuefni þegar að börn koma að málum.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Lögreglan Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira