Ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geti reynst flokknum erfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2024 22:53 Karen Kjartansdóttir, almannatengill rýndi í baráttuna. vísir/vilhelm Almannatengill segir ásókn karla á lista Samfylkingarinnar geta reynst flokknum erfið enda er hann bundinn af reglum um fléttu- eða paralista. Það geti verið snjallt þegar formenn flokka tjá sig lítið um eigin skoðanir í dægurmálum. Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Samfylkingin kynnir lista í Norðausturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti flokksins í Reykjavík svona: Jóhann Páll og Kristrún Frostadóttir eru sögð munu leiða listana í Reykjavík.Vísir/grafík Tvær konur og fjórir karlar. Margir þekktir karlmenn hafa lýst yfir áhuga á að sitja oftarlega á listum flokksins sem almannatengill segir geta reynst flokknum erfitt vegna reglna um paralista eða fléttulista sem hafa það að markmiði að tryggja framgang kvenna. „Við sjáum kannski Þórð Snæ sem eflaust hefði viljað fyrsta eða annað sæti lenda í þriðja sæti og Jón Magnús lækni, það er beðist undan kröftum hans þar sem það séu of margir læknar og of margir karlar,“ segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill. Ásókn frægra á lista geti sært þá sem unnið hafi af heilindum fyrir flokkana í einhver ár. Karen segir marga bíða eftir því að formaður Samfylkingarinnar fari að tala hreint út um sínar skoðanir í einstaka málum sem hún hafi ekki gert hingað til. „Það er alveg snjallt upplegg þegar þú ætlar að vera með breiðfylkingu og sækja á fylgisaukningu þá er alveg mjög snjallt að vera ekki að blanda sér í dægurmál, heldur að halda fókus en það getur orðið svolítið sterílt.“ Vinstri græn kynntu lista flokksins í Reykjavík skömmu fyrir fréttir. Stærstu tíðindin eru þau að Rósa Björk hefur snúið aftur heim ef svo má að orði komast en hún eftirminnilega sagði sig úr þingflokki VG á miðju kjörtímabili árið 2020 vegna ósættis og færði sig yfir í Samfylkinguna. Svandís Svavarsdóttir og Finnur Ricart leiða í Reykjavík.vísir/grafík Framsókn fái oft betri kosningu Framsóknarflokkurinn kynnir lista í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að opinbera sína lista í Reykjavík um helgina. Karen segir stefna í gríðarlega spennandi kosningar í ár. „Hverjar niðurstöðurnar verða það er svo annað mál því við vitum að Framsókn mælist yfirleitt lægri í könnunum heldur en þau fá í kosningum og Samfylkingin öfugt.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira