Arnór og Birkir fengu kveðju frá Svíþjóð: „Takk fyrir allt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:02 Arnór Smárason og Birkir Már Sævarsson léku með Hammarby við afar góðan orðstír. Samsett/Getty Sænska knattspyrnufélagið Hammarby birtir í dag myndskeið til heiðurs þeim Birki Má Sævarssyni og Arnóri Smárasyni, vegna tímamótanna í þeirra lífi á morgun. Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA. Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Það er krísa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sjá meira
Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA.
Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Það er krísa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sjá meira