Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2024 14:36 Jón Magnús Kristjánsson er vonsvikinn með niðurstöðuna. vísir/arnar Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. „Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
„Nú er orðið opinbert að uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða mér ekki sæti á listum flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í nóvember,“ segir Jón Magnús og deilir með vinum sínum skýringum uppstillingarnefndar: „Ástæða þess er að sögn nefndarinn fjöldi lækna í efstu sætum listans og fjöldi karla á svipuðum aldri.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er Dagur B. Eggertsson læknir í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Þá er Ragna Sigurðardóttir læknir í öðru sæti í hinu Reykjavíkurkjördæminu. Þá liggur fyrir að Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, verður í 3. sæti á öðrum listanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, í efsta sæti annars listans og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður í hinu. „Ég vil þakka alla þá hvatningu og þann stuðning sem ég hef fengið í þessari tilraun. Ég er að sjálfsögðu vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem ég tel mig hafa mikið fram að færa sem fulltrúi heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisstarfsmanna en svona fór. Ég mun halda áfram að leita tækifæra til að benda á hvernig megi bæta heilbrigðiskefið á Íslandi og aðbúnað og kjör heilbrigðisstarfsfólks. Ég styð stefnu Samfylkingarinnar sem fram kemur í „öruggum skrefum“ enda er sú stefna byggð á samtölum við fólkið í landinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða efstu sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík svona: Reykjavík norður 1. Kristrún Frostadóttir2. Dagur B. Eggertsson3. Þórður Snær Júlíusson Reykjavík suður 1. Jóhann Páll Jóhannsson2. Ragna Sigurðardóttir3. Kristján Þórður Snæbjarnarson
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09 Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. 25. október 2024 14:09
Ragna fær annað sætið í Reykjavík suður Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun. 25. október 2024 13:46