Handbolti

Veszprem vann fyrsta leik Arons en lítið gengur hjá Magdeburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson var kominn í treyju númer 44 í kvöld.
Aron Pálmarsson var kominn í treyju númer 44 í kvöld. @handballveszprem

Það var ólíkt gengi hjá tveimur Íslendingaliðum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Bæði Veszprem og Magdeburg voru að spila á útivelli en á meðan ungverska liðið vann xx marka sigur í Norður-Makedóníu þá tapaði þýska liðið á Spáni.

Veszprem vann 30-23 sigur á Eurofarm Pelister eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik.

Aron Pálmarsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Veszprem eftir félagsskiptin frá FH. Bjarki Már Elísson var líka í liðinu en hvorugur þeirra náði að skora í kvöld.

Luka Cindric var markahæstur hjá Veszprem með átta mörk úr aðeins tíu skotum. Hugo Descat og Ludovic Fabregas skoruðu báðir sex mörk.

Magdeburg tapaði með sex marka mun á móti Barcelona á Spáni, 32-26, eftir að hafa verið 16-11 undir í hálfleik. Magdeburg er í næst neðsta sæti B-riðils með aðeins einn sigur í fyrstu sex leikjum sínum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var með þrjú mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði aðeins eitt mark úr fimm skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×