Innlent

Kyn­­ferðis­of­beldi gegn börnum með notkun gervi­­­greindar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Máþingið fer fram í Veröld, húsi Vigdísar.
Máþingið fer fram í Veröld, húsi Vigdísar. Vísir/Vilhelm

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík.

Streymi frá málþinginu má nálgast hér að neðan.

Nafntogaðir sérfræðingar á sviði barnaréttar á alþjóðavísu eru nú staddir á landinu á vinnustofu um gerð alþjóðastaðals um Barnahús. Fjórir þátttakendur vinnustofunnar voru fengnir af ráðuneytinu og HÍ til að varpa ljósi á þá dökku hlið hvernig gervigreind og önnur stafræn tækni er misnotuð til að brjóta kynferðislega á börnum, hvaða birtingarmyndir eru af slíkum brotum, hvernig tekist er á við slíkt og til hvaða forvarnaraðgerða er gripið. 

Með nýrri tækni blasir við nýr veruleiki sem vekur upp spurninguna um hvernig rétt sé að bregðast við. Nú er t.d. hægt að búa til ólöglegt efni með gervigreind án þess að raunverulegar manneskjur komi við sögu eða setja andlit barna á klámfengið efni með notkun gervigreindar. Þetta vekur upp ýmsar spurningar um t.d. hvernig dreifing og varsla barnakláms sem alfarið er unnið af gervigreind falli undir þau lög sem gilda í dag. Þessar og aðrar spurningar verða ávarpaðar á málþinginu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, opnar málþingið og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs HÍ slítur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×