Vipers stjörnurnar tjá sig: „Þetta hefur verið rússíbani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2024 10:00 Þrátt fyrir að vera orðin 44 ára er Katrine Lunde enn einn besti markvörður heims. getty/Hector Vivas Norsku landsliðsmarkverðirnir Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir. Félagi þeirra, Vipers Kristiansand, var bjargað frá gjaldþroti á síðustu stundu. Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar. Norski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Vipers hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og á sunnudaginn var greint frá því að félagið væri gjaldþrota. Daginn eftir bárust hins vegar fréttir af því að Vipers hefði verið bjargað af fjárfestinum Martin Jørgensen og félögum hans. Hin 44 ára Lunde viðurkennir að síðustu dagar hafi tekið á. „Það hefur verið krefjandi sem handboltakona en ekki síður sem manneskja. Það er andlega erfitt að spila og standa sig. Þetta hefur verið rússíbani,“ sagði Lunde. „Við höfum farið um allt litróf tilfinninganna. Frá von og trú til slæmra frétta. Klumpur í maganum og ótti. Þetta hefur verið erfið vika,“ sagði Solberg-Østhassel. Þær Lunde eru í verkefni með norska landsliðinu en það tekur þátt á fjögurra liða æfingamóti í Larvik í þessari viku. Vonast eftir farsælli lausn Markverðirnir eru bjartsýnir um að nú sé búið að koma Vipers í örugga höfn. „Það eru kannski einhver óvissa til staðar en ég treysti því að þeir leysi úr henni og hef trú á að þetta leysist farsællega. Ég held að við njótum stuðnings bæði í Kristiansand og hjá þjóðinni,“ sagði Lunde. Launakostnaður rauk upp úr öllu valdi Svo virðist sem forráðamenn Vipers hafi prjónað hressilega yfir sig því á fjórum árum tvöfaldaðist launakostnaður leikmanna. VG kafaði ofan í fjármál Vipers. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Það skilaði sér inni á vellinum því Vipers vann Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð (2021-23). Á síðasta tímabili komst liðið hins vegar aðeins í átta liða úrslit og er núna aðeins í 5. sæti af átta liðum í B-riðli keppninnar.
Norski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni