Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun? Sigrún Ólafsdóttir skrifar 24. október 2024 07:03 Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Háskólar Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016. Þrátt fyrir þessa stöðu hyggst ríkið bjóða prófessorum áframhaldandi kaupmáttarstöðnun til ársins 2028. Kaupmáttur prófessora mun því standa í stað í 12 ár, frá 2016 til 2028, á meðan kaupmáttur launa á Íslandi eykst að meðaltali um nær 30%. Myndir þú sætta þig við 12 ára stöðnun í kaupmætti þinna launa? Laun prófessora á við meðalsérfræðing Árið 2023 voru meðalheildarlaun prófessora, sem eru með doktorsgráður aðeins um 5% hærri en meðalheildarlaun sérfræðinga á almenna markaðinum, sem alla jafna hafa lokið mun styttra námi og eru jafnvel án meistaragráðu. Meðalheildarlaun lækna, fólks með svipaða námslengd að baki, voru þá um 66% hærri en laun prófessora að meðaltali. Prófessorar og aðrir háskólakennarar hafa lokið fimm til átta ára framhaldsnámi að loknu meistaranámi, sem er yfirleitt fjármagnað með námslánum. Að doktorsnámi loknu er algengt að fólk vinni sem nýdoktorar á lágum launum áður en það fær stöðu við háskóla. Þetta þýðir að háskólakennarar koma mun seinna inn á vinnumarkað en aðrir hópar og því hefjast greiðslur í lífeyrissjóð oft 10 til 15 árum seinna en hjá öðrum. Þeir kaupa húsnæði seinna á ævinni og sum greiða af húsnæðis- og námslánum allt til æviloka. En þrátt fyrir þetta eru laun prófessora litlu hærri en hjá meðalsérfræðingi á almenna markaðnum og þegar svokallaðar ævitekjur eru reiknaðar má telja tapið, vegna námskostnaðar og annarra þátta í tugum milljóna. Háskólakennarar tugum prósenta á eftir í launaþróun Til háskólakennara teljast meðal annarra lektorar, dósentar og prófessorar. Það er staðreynd að kröfur á háskólakennara varðandi kennslu og rannsóknir hafa aukist gífurlega á síðasta áratug á sama tíma og laun þeirra hafa haldist óbreytt í kaupmætti og rýrnað í samanburði við aðrar stéttir kennara. Í krónutölum talið, hækkuðu laun leik,- grunn,- og framhaldsskólakennara um 76-91% á árunum 2014-2023 en á sama tíma hækkuðu meðalheildarlaun háskólakennara einungis um 59%. Og eru kennarar á fyrri skólastigum þó engan veginn ofaldir. Það er því augljóst að það þarf að leiðrétta laun háskólakennara til samræmis við aðra hópa á vinnumarkaði og taka tillit til menntunar við launasetningu. Stjórnvöld verða að fjárfesta í framtíðinni Störf háskólakennara leggja grunn að farsæld til framtíðar og hlutverk þeirra er að efla þekkingu, rannsóknir og nýsköpun á Íslandi — samfélaginu öllu til heilla. Ef við ætlum að tryggja að íslenskir háskólar skipi sér í fremstu röð, skapi ný verðmæti með rannsóknum og mennti ungt fólk til starfa, þá verður að tryggja samkeppnishæf kjör og starfsaðstæður. Sú menntun sem starf háskólakennarans krefst er í raun orðin afleit fjárfesting fyrir það hæfileikaríka fólk sem brennur fyrir kennslu, rannsóknum og nýsköpun. Og hvar erum við þá stödd? Nú er tíminn fyrir stjórnvöld að sýna að þau vilji fjárfesta í framtíð alls menntakerfisins. Slík fjárfesting í kennslu, rannsóknum og vísindum leggur grundvöll að því samfélagi sem við viljum búa til á Íslandi. Höfundur er formaður Félags prófessora við ríkisháskóla
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun