Busaði soninn í nýrri auglýsingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 23:17 LeBron James og sonur hans Bronny James sjást hér í sjónvarpsviðtali eftir sögulegan leik þeirra með Los Angeles Lakers. Getty/Harry How/ LeBron James og sonur hans Bronny skrifuðu nýjan kafla í sögu NBA deildarinnar í fyrsta leik nýja tímabilsins. Skemmtilegt auglýsing feðganna vakti líka lukku. Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðvalinu í sumar og feðgarnir spiluðu báðir í sigurleik á móti Minnesota Timberwolves á þriðjudagskvöldið. Þeir urðu þar með fyrstu feðgarnir til að spila saman í NBA. Þeir komu meira að segja inn á völlinn á sama tíma í öðrum leikhluta en LeBron hafði þá þegar tekið þátt í leiknum í fyrsta leikhlutanum. LeBron talaði um það eftir leikinn að þetta væri stund sem hann myndi aldrei gleyma. „Sama hversu gamall ég verð, sama hversu gleyminn ég verð orðinn þegar ég eldist, þá mun ég aldrei gleyma þessari stund,“ sagði LeBron James eftir leikinn. LeBron endaði leikinn með 16 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á 35 mínútum en sonurinn spilaði bara í þrjár mínútur og tókst ekki að skora. Bronny klikkaði á báðum skotum sínum en tók eitt frákast. Í aðdraganda leiksins mátti sjá skemmtilega Nike auglýsingu með þeim feðgum. Þar tekur LeBron James sig til og busar soninn eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann fyllti bíl sonarins af morgunkorni og skildi hann síðan eftir í slæmum málum þegar styttist í æfingu hjá Lakers liðinu. „Hey nýliði! Það er eins gott að þú verðir ekki seinn,“ kallaði LeBron svo á Bronny af miklum prakkaraskap. Það má sjá auglýsinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8M0oSY88_xQ">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðvalinu í sumar og feðgarnir spiluðu báðir í sigurleik á móti Minnesota Timberwolves á þriðjudagskvöldið. Þeir urðu þar með fyrstu feðgarnir til að spila saman í NBA. Þeir komu meira að segja inn á völlinn á sama tíma í öðrum leikhluta en LeBron hafði þá þegar tekið þátt í leiknum í fyrsta leikhlutanum. LeBron talaði um það eftir leikinn að þetta væri stund sem hann myndi aldrei gleyma. „Sama hversu gamall ég verð, sama hversu gleyminn ég verð orðinn þegar ég eldist, þá mun ég aldrei gleyma þessari stund,“ sagði LeBron James eftir leikinn. LeBron endaði leikinn með 16 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á 35 mínútum en sonurinn spilaði bara í þrjár mínútur og tókst ekki að skora. Bronny klikkaði á báðum skotum sínum en tók eitt frákast. Í aðdraganda leiksins mátti sjá skemmtilega Nike auglýsingu með þeim feðgum. Þar tekur LeBron James sig til og busar soninn eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann fyllti bíl sonarins af morgunkorni og skildi hann síðan eftir í slæmum málum þegar styttist í æfingu hjá Lakers liðinu. „Hey nýliði! Það er eins gott að þú verðir ekki seinn,“ kallaði LeBron svo á Bronny af miklum prakkaraskap. Það má sjá auglýsinguna hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8M0oSY88_xQ">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum