Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Árni Sæberg skrifar 23. október 2024 16:29 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans, sem gefinn var út í dag. Þar er haft eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra, að rekstur bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár hafi verið 13,2 prósent á fjórðungnum, sem sé yfir fjárhagsmarkmiðum bankans. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 10,9 prósent, sem sé einnig yfir fjárhagsmarkmiðum. Tekjur hafi aukist um tæp 4 prósent samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og kostnaðarhlutfall hafi verið 41,4 prósent á þriðja ársfjórðungi, og 44,2 prósent fyrir fyrstu níu mánuði ársins, en markmið bankans sé að það hlutfall sé undir 45 prósentum. Unnið hafi verið að straumlínulögun í rekstri með hagræðingu að leiðarljósi. Bankinn vel í stakk búinn til að mæta eftirspurn Í lok septembermánaðar hafi bankinn haldið vel sótt Fjármálaþing þar sem ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum. Að þessu sinni hafi einnig verið sérstök áhersla á landeldi og ljóst að mikil þörf verði á aðkomu fjármögnunaraðila í þessari vaxandi atvinnugrein á komandi árum. Mikil þörf sé einnig á uppbyggingu og fjármögnun margvíslegra innviða og bankinn sé vel í stakk búinn til að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Fagnar vaxtalækkun Eignagæði séu áfram góð og langvarandi hátt vaxtastig hafi ekki haft teljandi áhrif á lánabók bankans, þó aðeins beri á auknum vanskilum á ótryggðum lánum, en heildarfjárhæð ótryggðra lána bankans sé lítil í samhengi við heildarumfang útlána. Fregnir af þverrandi verðbólgu á haustmánuðum og vaxtalækkunarákvörðun Seðlabankans í byrjun októbermánaðar hafi því verið góðar fréttir og gangi spár greiningaraðila eftir muni verðbólga halda áfram að hjaðna á komandi mánuðum, sem ætti að skapa rými til frekari vaxtalækkana Seðlabankans. „Við leggjum mikla áherslu á að efla fjárhagslega heilsu viðskiptavina okkar og nýtum til þess margvísleg verkfæri. Að undanförnu höfum við verið í samskiptum við viðskiptavini sem eru með lán þar sem komið er að vaxtaendurskoðun og verið viðskiptavinum innan handar í krefjandi vaxtaumhverfi. Þá mun bankinn áfram leggja mikla áherslu á fræðslu um fjármál til að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um þá kosti sem í boði eru.“ Helstu atriði í fjárhagslegri afkomu Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins 2024: Hagnaður af rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 18,0 milljörðum króna (9M23: 18,4 milljarðar króna). Arðsemi eigin fjár var 10,9% á ársgrundvelli (9M23: 11,3%). Hreinar vaxtatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins námu 36,4 milljörðum króna, sem er samdráttur um 1,3% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur drógust saman um 1,7% á milli ára, og námu 10,3 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, samanborið við 10,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2023. Hrein fjármagnsgjöld voru 507 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 214 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Stjórnunarkostnaður var 21,3 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins, ef frá er talin 470 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 19,8 milljarða króna stjórnunarkostnað á fyrstu níu mánuðum ársins 2023, ef frá er talin gjaldfærsla að fjárhæð 860 milljónir króna vegna stjórnvaldssektar. Kostnaðarhlutfall bankans, leiðrétt fyrir stjórnvaldssektum, hækkaði úr 41,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 í 44,2% á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Virðisbreyting fjáreigna var jákvæð um 293 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024, samanborið við virðisrýrnun sem nam 13 milljónum króna fyrir sama tímabil árið áður.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira