Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:59 Hópur vopnaðra manna hljóp inn á lóðina eftir stóra sprengingu. Skjáskot Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira