Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 22:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri vill ekki meina að uppbygging í Grafarvogi sé þétting byggðar. Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan. Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira