Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 22:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri vill ekki meina að uppbygging í Grafarvogi sé þétting byggðar. Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan. Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri mætti í Bítið á Bylgjunni til að svara óánægjuröddum íbúa vegna áforma um uppbyggingu í Grafarvogi. Í viðtali í Bítinu fyrr í vikunni sagði Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, að íbúar væru mjög ósáttir með áform um húsnæðisuppbyggingu í Grafarvogi og kallaði hana „ofurþéttingu.“ Áform séu um framkvæmdir í átta af níu hverfum Grafarvogs. Ekki hafi verið gert ráð fyrir innviðum og þeir sem séu til staðar væru nú þegar sprungnir. „Við tökum ekki við meiri umferð,“ sagði Elísabet. Segir þetta ekki þéttingu byggðar Borgarstjóri neitar því að þétting byggðar sé að eiga sér stað heldur sé verið að dreifa byggð með því að byggja húsnæði í úthverfum líkt og Grafarvogi. Þar sé pláss til að byggja rað-, par- og einbýlishús. Einari segir þessi mótmæli koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef séð hverjir hafa leitt þessa umræðu í Grafarvogi. Það eru Guðlaugur Þór og Diljá Mist, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og aðrir sem leiða þessa umræðu. Sama fólk og segir að það vanti lóðir.“ Kvartanir um samskiptaleysi Elísabet sagði í Bítinu að borgarstjóri svaraði ekki fyrirspurnum hennar. „Það er samtalið og samræður sem við erum að kalla eftir.“ Hún hafi reynt að ná til Einars í gegnum ritara hans, persónulegt netfang og heimasíðu en ekki fengið nein svör. Íbúarnir stefna á að halda fund og bjóða borgarstjóra, oddvitum hvers flokks og skipulagsráði til að fá svör við áhyggjunum sem íbúarnir hafa. Minnir á blaðamannafund Einar segir að aldrei hafi verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og nú. Nefnir hann blaðamannafund, veggspjöld á bókasafni og opinn fund þar sem fólk gat séð í þrívídd hvernig hverfin kæmu til með að líta út. Elísabet benti einnig á að áformin um byggðina væru ekki í samræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Lágreistar byggingar væru einkennandi í hverfinu. „Markmiðið er að byggja í samræmi við byggðina í Grafarvogi sem er lágreist byggð,“ segir Einar. Deiliskipulagstillagan eigi eftir að fara inn í kerfið og þá myndi formlegt umsagnarferli hefjast. Skilur óánægjutóna vegna Sóleyjarrima „Mér finnst fullkomlega eðlilegt þegar við erum komin á þann stað að taka tillit til þessara athugasemda. Ég sé til dæmis að það er óánægja með tillöguna í Sóleyjarima,“ segir hann. „Mér finnst það kannski ekki samræmast andanum í Grafarvogi.“ Hér má sjá lóðina á milli Sóleyjarima og Smárarima.Grafík/Sara Áður hefur verið fjallað um mótmæli íbúa Grafarvogs þegar stofnaður var undirskriftalisti til að mótmæla byggingu á lóð við Sóleyjarima og Smárarima. Íhuga að kljúfa sig úr Reykjavíkurborg Elísabet segir að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi á íbúafundi í Grafarvogi verið beðnir um að skoða möguleikann á að Grafarvogur klyfi sig hreinilega frá Reykjavíkurborg. „Þetta kemur fram á hverjum einasta fundi,“ segir Elísabet. Það sé ómögulegt að vera í sambandi við Reykjavíkurborg þegar ekki sé hlustað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Borgarstjórn Byggðamál Bítið Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira