Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:46 John McGinn fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Sjá meira
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31