Sport

Dæmdir fyrir að trufla Vasa­gönguna

Sindri Sverrisson skrifar
Mennirnir komu sér fyrir 800 metrum frá endamarkinu en lögregla kom þeim í burtu eins fljótt og hún gat.
Mennirnir komu sér fyrir 800 metrum frá endamarkinu en lögregla kom þeim í burtu eins fljótt og hún gat. SVT

Tveir umhverfisaðgerðasinnar hafa verið dæmdir í Svíþjóð fyrir að nýta sér Vasgönguna, hina vinsælu skíðagöngukeppni, til að vekja athygli á hlýnun jarðar.

Mennirnir tveir voru dæmdir til að greiða 40 dagsektir, eða samtals 2.000 sænskar krónur hvor, jafnvirði um 26.000 íslenskra króna.

Þeir fundu sér leið inn á keppnissvæðið og stukku inn á brautina, um 800 metrum frá endamarkinu. Annar þeirra lagðist á skíðasporin á meðan að hinn hélt uppi skilti, áður en þeir voru báðir tæklaðir af lögreglu.

Samkvæmt dómnum þá þekkti lögreglan mennina frá fyrri viðskiptum og hafði ítrekað sagt við þá að þeir mættu ekki fara inn á sporið.

Málsvörn mannanna byggði á því að um nauðvörn væri að ræða, með tilvísun í loftslagsmál. Þingsréttur tók þau rök ekki gild og dæmdi þá báða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×