Eva Dögg flytur sig um kjördæmi og Paola í þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2024 11:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas munu skipa efstu sæti lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mun leggja til á kjördæmisráðsþingi í Kópavogi í kvöld að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður og varaformaður Vinstri grænna, leiði lista VG í kjördæminu. Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira