Spilaði í NFL fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 12:03 Ricky Pearsall í fyrsta leik sínum í NFL. getty/Ezra Shaw Nýliðinn Ricky Pearsall lék sinn fyrsta leik í NFL á sunnudaginn, aðeins fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn í brjóstkassann þegar unglingur reyndi að ræna hann. Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur. NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur.
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira