Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 14:45 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins sem Snorri Steinn Guðjónsson stýrir. Samsett/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Sjá meira
Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Sjá meira