Til Helga Magnúsar sást á karlakvöldi Miðflokksins fyrir um hálfum mánuði, þá hafði blaðamaður samband við hann og hann sagðist aðeins hafa fylgt vini sínum á karlakvöldið. Nú segir hann að það hafi ekki verið þar sem komið var að máli við hann.
Þá segir hann líklegra en hitt að hann snúi aftur til starfa hjá Ríkissaksóknara og láti pólitíkina eiga sig. Hann hafi gert það alla tíð og hafi til að mynda aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. Þá fari ekki vel á því að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma.
