„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2024 08:02 Elías Ingi Árnason útskýrir ákvörðun sína fyrir gáttuðum Hlyni Sævari Jónssyni. stöð 2 sport Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leik ÍA og Víkings skoraði varamaðurinn Breki Þór Hermannsson fyrir heimamenn. Markið var hins vegar dæmt af. Nánast í næstu sókn skoraði Danijel Dejan Djuric svo sigurmark Víkinga, 3-4. Skagamenn voru æfir eftir leikinn enda eiga þeir ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tapið. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki bara ósáttur við markið sem var dæmt af Skagamönnum heldur einnig að Erlendur Eiríksson hafi verið fjórði dómari á leiknum. Hann dæmdi umdeilda vítaspyrnu í leik ÍA og Víkings á Akranesi fyrr í sumar. Stúkumenn fóru vel og vandlega yfir markið sem var dæmt af ÍA en fundu ekkert athugavert við það. „Ég get bara ekki skilið hvað hann er að dæma á því það er engin hendi og alls ekkert brot á Hlyn,“ sagði Albert Ingason en Elías Ingi á að hafa sagt við Skagamenn að hann hafi dæmt markið af vegna brots Hlyns Sævars Jónssonar. „Þetta eru bara dómaramistök. Ég er viss um að dómarinn sé búinn að kíkja á þetta og átta sig á að hann gerði mistök,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Þetta eru leiðindamistök, slæm mistök og koma á mjög slæmum tíma í lok móts og skipta miklu máli fyrir úrslit þessa leiks. Það er leiðinlegt þegar svona gerist, þegar svona dómaramistök hafa svona mikil áhrif.“ Óskiljanleg mistök Albert tók aftur við boltanum og sagðist ekkert skilja í Elíasi Inga. „Þessi mistök pirra mig rosalega mikið. Af því að hann er bara að dæma á einhverjum líkindum þarna. Hann sér ekkert þarna. Ég er búinn að sjá þetta tuttugu sinnum og get ekki séð á hvað hann er að dæma. Fyrir mér eru þetta bara rándýr mistök, óskiljanleg mistök,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - Umræða um markið sem var dæmt af ÍA „Ég er nokkuð viss um að ef Pétur Guðmundsson hefði verið eftirlitsmaður á þessum leik hefði hann látið Elías Inga blása eftir leik og ég er ekki svo viss um að hann hefði fengið keyra heim. Ég skil þetta ekki.“ Strákarnir héldu áfram að skoða atvikið en Guðmundur Benediktsson stóð á því fastar en fótunum að boltinn hefði farið í höndina á einhverjum inni í vítateignum. Erfitt var þó að sjá það. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík Stúkan Tengdar fréttir „Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05 Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. 19. október 2024 18:05