Innlent

Fjallið hafi verið hátt og ekki tekist að klífa það

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jón Gunnarsson yfirgaf fund kjördæmisráðs eftir að niðurstaðan var ljós.
Jón Gunnarsson yfirgaf fund kjördæmisráðs eftir að niðurstaðan var ljós. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokssins, í baráttu um 2. sæti í Suðvesturkjördæmi í dag. Hann sagði fjallið hafa verið hátt og honum ekki tekist að klífa á toppinn. 

Þetta kemur fram í viðtali við Jón á mbl.is. „Svona er það þá bara. Ég var að etja kappi við vara­formann flokks­ins,“ sagði Jón í viðtalinu sem var tekið skömmu eftir að niðurstaðan varð ljós.

„Svona er þetta í okk­ar flokki. Það er bara lýðræðis­leg niðurstaða í þessu, og fólkið vel­ur, og ég auðvitað sætti mig bara við það,“ sagði hann einnig í viðtalinu.

Jón ákvað að bjóða sig ekki fram í nein önn­ur sæti lista flokks­ins og yf­ir­gaf fund­inn stuttu eftir að niðurstaðan varð ljós.

Efstu fjögur sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru svona skipuð: Bjarni Benediktsson í 1. sæti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í 2. sæti, Bryndís Haraldsdóttir í 3. sæti og Rósa Guðbjartsdóttir í 4. sæti.


Tengdar fréttir

„Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með að hafa hlotið annað sætið í Suðvesturkjördæmi. Hún segist hafa lagt allt undir og niðurstaðan sé afgerandi.

Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×