Innlent

Sam­þykktu fram­boðs­lista Sjálf­stæðis­manna í Suður­kjör­dæmi

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða listann líkt og í kosningunum 2021.
Guðrún Hafsteinsdóttir mun leiða listann líkt og í kosningunum 2021. Vísir/Steingrímur Dúi

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur einróma samþykkt framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun leiða listann en Birgir Þórarinsson þingmaður skipar heiðursæti listans. 

Á vef Sjálfstæðisflokksins segir að um hafi verið að ræða fjölmennasta fund sem haldinn hafi verið í ráðinu á stofnun en fundurinn fór fram á Selfossi í dag.

Efstu sex sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti 7-20 á tillögu kjörnefndar.

Svona lítur listinn út:

  • 1. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Hveragerði
  • 2. Vilhjálmur Árnason alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins Grindavík
  • 3. Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður Rangárþingi eystra
  • 4. Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum
  • 5. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Svf. Árborg
  • 6. Guðbergur Reynisson bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Reykjanesbæ
  • 7. Kristín Traustadóttir viðskiptafræðingur Svf. Árborg
  • 8. Gauti Árnason forseti bæjarstjórnar Svf. Hornafirði
  • 9. Írena Gestsdóttir viðskiptafræðingur Svf. Ölfusi
  • 10. Logi Þór Ágústsson laganemi Reykjanesbæ
  • 11. Björk Grétarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Rangárþingi ytra
  • 12. Hafþór Ernir Ólason framhaldsskólanemi Suðurnesjabæ
  • 13. Gígja Guðjónsdóttir flugfreyja og uppeldis- og menntunarfræðingur Reykjanesbæ
  • 14. Jón Bjarnason oddviti og bóndi Hrunamannahreppi
  • 15. Rut Haraldsdóttir viðskiptafræðingur Vestmannaeyjum
  • 16. Sveinn Ægir Birgisson formaður bæjarráðs Svf. Árborg
  • 17. Sigrún Inga Ævarsdóttir samskipta- og markaðsstjóri Reykjanesbæ
  • 18. Einar Jón Pálsson bæjarfulltrúi Suðurnesjabæ
  • 19. Bjarki V. Guðnason sjúkraflutningamaður Skaftárhreppi
  • 20. Birgir Þórarinsson alþingismaður Vogum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×