Innlent

Jens í fyrsta og Njáll Trausti í öðru

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Garðar Helgason, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Jens Garðar Helgason, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldbaki, mun skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis í lok nóvember mánaðar. Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021.

Þetta varð ljóst á kjördæmafundi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í Mývatnssveit í dag. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið en stuðst er við röðun við val á efstu fimm sætum á framboðslistans.

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti flokksins í Múlaþingi.XD

Fjögur voru í framboði í baráttunni um annað sætið. Á vef Austurfréttar segir að Njáll Trausti hafi fengið 72 atkvæði og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður sem skipaði annað sætið í síðustu kosningum, 67 atkvæði.  Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti flokksins í Múlaþingi og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður voru einnig í baráttunni um annað sætið. Aðeins voru gefin upp úrslit fyrir tvo efstu í kjörinu um sætið, en alls greiddu 167 atkvæði.

Berglind Harpa landaði þriðja sætinu

Alls buðu sex sig fram í þriðja sætið, þó ekki Berglind Ósk. Berglind Harpa hafði þar betur gegn öðrum, hlaut, áttatíu atkvæði, en Valgerður Gunnarsdóttir fékk næstflest atkvæði, eða þrjátíu. 

Listinn lítur þá þannig út:

  1. Jens Garðar Helgason
  2. Njáll Trausti Friðbertsson
  3. Berglind Harpa Svavarsdóttir
  4. ???
  5. ???

Tengdar fréttir

Jens Garðar vill oddvitasætið

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×