Innlent

Ing­veldur skákaði tveimur sitjandi þing­mönnum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ásmundur Friðriksson, Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Birgir Þórarinsson sóttust öll eftir þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Ásmundur Friðriksson, Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Birgir Þórarinsson sóttust öll eftir þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Vísir

Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Þrír voru í kjöri en ásamt Ingveldi sóttust Birgir Þórarinsson og Ásmundur Friðriksson alþingismenn um sætið.

Ásmundur var í þriðja sæti listans í kjördæminu í síðustu kosningum en Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksmanna en skipti í Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir kosningar.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mun áfram vera oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason þingmaður skipar áfram annað sætið.

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju, mun skipa 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur 5. sætið.

Birgir var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í þingkosningunum 2021 en gekk til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins fljótlega eftir að þing kom saman eftir kosningar.

Ásmundur hefur setið á þingi síðan 2013 en Birgir frá árinu 2017.+

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×