Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:34 Frá Vogi. Vísir/vilhelm Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“ Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“
Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira