Handbolti

Strákarnir hans Gumma Gumm með fimmta sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundi Guðmundssyni tókst að rífa sína menn hjá  Fredericia upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Guðmundi Guðmundssyni tókst að rífa sína menn hjá  Fredericia upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Getty/Simon Hofmann/

Íslendingaliðið Fredericia vann flottan heimasigur á Ringsted í danska handboltanum í dag.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hafa þar með unnið fimm leiki í röð í dönsku deildinni.

Fredericia vann þennan leik með sex marka mun, 34-28, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 20-12.

Fredericia tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni en Guðmundi tókst að koma sínum mönnum í gírinn á ný.

Liðið er að fylgja eftir sögulegu tímabili í fyrra en eftir þennan sigur þá er liðið í öðru til fjórða sæti með tólf stig eins og Álaborg og Bjerringbro/Silkeborg.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark en Arnór Viðarsson komst ekki á blað.

Martin Bisgaard var markahæstur hjá Fredericia með sjö mörk og Svíinn William Andersson Moberg skoraði fimm mörk eins og Anders Martinusen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×