Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 10:31 Blikarnir Viktor Karl Einarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Örvar Loga Örvarsson. Vísir/Viktor Freyr Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn