Innlent

Þór­ólfur ætlar ekki fram

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, ætlar ekki að fylgja í fótspor Ölmu og Víðis og bjóða sig fram.
Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, ætlar ekki að fylgja í fótspor Ölmu og Víðis og bjóða sig fram. Vísir/Vilhelm

Þórólf­ur Guðna­son, fyrrverandi sótt­varna­lækn­ir, ætlar ekki að fylgja í fótspor Víðis Reyn­is­sonar og Ölmu Möller og bjóða sig fram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um.

Þetta kemur fram í viðtali við Þórólf á mbl.is. 

Vísir greindi frá því í kvöld að Víðir yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hafði Alma Möller fyrr í vikunni boðið fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi.

Þórólfur sagði við mbl að hann ekki hafa áhuga að fara á þing en það væri styrkur fyrir Samfylkinguna að fá hina tvo meðlimi þríeykisins til liðs við flokkinn. Það er því ljóst að þríeykið úr Covid-faraldrinum býður sig ekki fram til Alþingis í heild sinni í næstu kosningum.

Þá sagðist Þórólfur enn eiga eftir að ákveða hvað hann muni kjósa en hann kýs í Suðvesturkjördæmi þar sem Alma fer fram.


Tengdar fréttir

„Ég hef alltaf haft augun á þessu“

Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál.

Alma vill leiða Samfylkinguna í Kraganum

Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×