Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að krafa hafi verið gerð um gæsluvarðhald á grunni sakamálalaga og miðað við fyrirliggjandi málsgögn hafi verið fallist á gæsluvarðhald til 4. nóvember næstkomandi.
Maðurinn var var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu.
Þá segir í tilkynningu lögreglunnar að rannsókn málsins hafi staðið óslitið síðan. Skýrslur hafa verið teknar af sakborningi, vitnum og brotaþola og húsleit gerð á heimili sakbornings en grunur lék á að skotvopn væru geymd. Engin slík vopn fundust.
Í dag var greint frá því að ákvörðun hefði verið tekin um nálgunarbann og hún birt sakborningi.