Frestun sölu Íslandsbanka jákvæð fyrir markaðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2024 13:53 Snorri Jakobsson segir að það hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram með sölu Íslandsbanka á þessu ári. Vísir/Arnar Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. Einhugur var um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra eiga sæti, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfsstjórn er slíkum ekki lengur að dreifa. „Bankasalan er búin að hanga svolítið eins og mara yfir markaðnum. Menn hafa búist við miklu framboði hlutabréfa, sem hefðu fylgt sölunni. Nú er ljóst að það framboð verður ekki þannig að þetta eru jákvæð áhrif, þá sjá menn fram á minna framboð,“ segir Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Snorri segir að það hefði verið óskynsamlegt að ráðast í bankasölu nú þegar nokkuð ljóst er að önnur ríkisstjórn verði komin eftir nokkrar vikur. „Þetta er eitthvað sem þú selur ekki á þremur vikum. Sex vikur eru mjög skammur tími til að keyra allt af stað með bankasölu. Menn hafa bara ákveðið að fresta því, því nú vita menn ekkert hvaða ríkisstjórn tekur við, sem er kannski á móti bankasölu. Það er bara ekki skynsamlegt.“ Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13 Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Einhugur var um að fresta sölunni innan ráðherranefndar um ríkisfjármál, þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra eiga sæti, að fenginni ráðgjöf frá umsjónaraðilum útboðsins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er alla jafna þriðji maður ráðherranefndar en eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti í starfsstjórn er slíkum ekki lengur að dreifa. „Bankasalan er búin að hanga svolítið eins og mara yfir markaðnum. Menn hafa búist við miklu framboði hlutabréfa, sem hefðu fylgt sölunni. Nú er ljóst að það framboð verður ekki þannig að þetta eru jákvæð áhrif, þá sjá menn fram á minna framboð,“ segir Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við ákvörðunartökuna hafi verið horft til markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. Mikilvægt sé að hámarka líkur á að útboðið heppnist vel og að næg þátttaka fáist, meðal annars frá almenningi. Snorri segir að það hefði verið óskynsamlegt að ráðast í bankasölu nú þegar nokkuð ljóst er að önnur ríkisstjórn verði komin eftir nokkrar vikur. „Þetta er eitthvað sem þú selur ekki á þremur vikum. Sex vikur eru mjög skammur tími til að keyra allt af stað með bankasölu. Menn hafa bara ákveðið að fresta því, því nú vita menn ekkert hvaða ríkisstjórn tekur við, sem er kannski á móti bankasölu. Það er bara ekki skynsamlegt.“
Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13 Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
„Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19. október 2024 13:13
Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18. október 2024 16:45