Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 10:31 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur og getur það meira segja í leikjum sem lið hans er með yfirburði. vísir / anton brink Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira