Slagurinn harðnar í Suðvestur hjá Sjálfstæðisflokki Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2024 09:31 Vala Árnadóttir lögfræðingur og Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi sækjast eftir 3. og 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Aðsend Vala Árnadóttir lögfræðingur gefur kost á sér í 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ragnhildur Jónsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í sama kjördæmi en fyrir eru nokkur framboð í sömu sæti. „Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi,“ segir Vala sem tilkynnti um framboð sitt í aðsendri grein á Vísi. Vala ÁrnadóttirAðsend Það lítur því út fyrir að það verði harður slagur um efstu sætin í kjördæminu. Bjarni Benediktsson formaður flokksins leiðir lista flokksins og varaformaður hans, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hefur gefið út að hún vilji fá 2. sæti á listanum. Það hefur þingmaðurinn og fyrrverandi dómsmálaráðherrann, Jón Gunnarsson einnig gert. Ragnhildur Jónsdóttir er forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi.Aðsend Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir sæti á listanum. Þá gaf forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi, Ragnhildur Jónsdóttir, það út í gær að hún vilji 4. sætið á listanum. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur einnig gefið út að hann vilji það sæti. Þá hefur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði einnig lýst því yfir að hún vilji 3. sætið á listanum í kjördæminu. Raðað verður í efstu sætin á listanum og tillagan borin undir kjördæmaráð á morgun, sunnudag, í Valhöll. Eftir það verður kosið um tillöguna. Búast má við fjölmennum fundi í Valhöll á morgun. Fundir fara einnig fram í kjördæmaráðum flokksins á landsbyggðinni á morgun, sunnudag.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem þiggur greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. 18. október 2024 23:08