Körfubolti

Styrmir reif til sín flest frá­köst

Sindri Sverrisson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson var á ferðinni í Belgíu í kvöld á sama tíma og hans gömlu félagar í Þór Þorlákshöfn mættu KR.
Styrmir Snær Þrastarson var á ferðinni í Belgíu í kvöld á sama tíma og hans gömlu félagar í Þór Þorlákshöfn mættu KR. Mons-Hainaut

Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Union Mons-Hainaut áttu í vandræðum með að setja niður körfur í kvöld og töpuðu gegn Spirou, 60-50, í hollensk-belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Styrmir lét til sín taka við körfuna og tók flest fráköst í sínu liði, eða átta talsins. Hann skoraði auk þess þrjú stig, á þeim 37 mínútum sem hann spilaði.

Lið Mons-Hainaut skoraði aðeins fimm stig í fyrsta leikhluta og sjö stig í öðrum leikhluta, og var því undir í hálfleik, 33-12.

Allt annað var uppi á teningnum í þriðja leikhluta sem Mons-Hainaut vann 25-12, og þar með var munurinn aðeins átta stig á liðunum. 

Munurinn var svo kominn niður í þrjú stig, 50-47, þegar enn voru fimm mínútur eftir en á þessum lokakafla skoraði lið Styrmis aðeins eina körfu, þriggja stiga, og varð að sætta sig við tíu stiga tap eins og fyrr segir.

Mons-Hainaut hefur þar með unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum og Spirou unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×