Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 88-89 | Háspenna í grannaslagnum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 18:47 Milka mætti sínum gömlu félögum. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Blue höllinni í lokaleik þriðju umferðar Bónus deild karla í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur á erfiðum útivelli. Það var Njarðvík sem tók uppkastið og skoraði úr sinni fyrstu sókn. Njarðvíkingar byrjuðu af miklum krafti og settu hvert skotið á fætur öðru fyrstu mínúturnar og náðu að komast í smá forskot gegn Keflavík. Keflavík gerði frábærlega að vinna sig til baka inn í þetta aftur og náðu með frábæru áhlaupi undir lok leikhlutans að snúa leiknum sér í hag og leiddi leikinn eftir fyrsta leikhluta 30-25. Annar leikhluti var allur í járnum. Bæði lið voru að spila flottan körfubolta á köflum og frábærar varnir. Njarðvík náðu að saxa á Keflavík og þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður var Njarðvík búið að taka forystu aftur. Keflavík tíu yfir í hálfleik Keflavík virtist eitthvað vakna við það að lenda undir aftur því þeir fóru á flug undir lok leikhlutans og enduðu leikhlutann með 12-0 áhlaupi og fór inn í búningsklefa í hálfleik með tíu stiga forskot 52-42. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki vel fyrir Njarðvík þar sem Keflavík settu fyrstu fimm stigin áður en Mario Matasovic náði að binda enda á 17 stig í röð frá Keflavík af vítalínunni. Njarðvíkingar gerðu vel eftir því sem leið á leikhlutann og voru farnir að hóta því að jafna leikinn á kafla en enn og aftur var það gríðarlega sterkur lokakafli hjá Keflavík sem ýtti þeirri hugmynd frá og Keflavík leiddi fyrir síðasta leikhlutann 76-65. Það var ekki mikið sem benti til þess að Njarðvíkingar væru að undirbúa endurkomu hérna í kvöld. Þeir hinsvegar byrjuðu fjórða leikhlutann frábærlega og söxuðu vel á forskot Keflavíkur snemma niður í fjögur stig. Á lokakaflanum var það Njarðvík sem reyndist sterkari og fór Isaiah Coddon á vítalínuna þegar nokkar sekúndur voru eftir og kom Njarðvík í þriggja stiga forskot þegar um sjö sekúndur voru eftir. Wendell Green reyndi við þriggja stiga skot en það gekk ekki og þó Jarrell Reischel náði frákastinu undir körfunni og setti boltann í körfuna var það ekki nóg og Njarðvíkingar fóru með 88-89 sigur. Atvik leiksins Alveg undir lok leiksins blokka Njarðvíkingar Wendell Green sem er að keyra á körfuna einu stigi undir og Dwayne Lautier-Ogunleye keyrir hratt upp á hinn endan og setur sniðskotið sem gerði þetta erfiðara fyrir Keflavík. Stjörnur og skúrkar Dominykas Milka kom sá og sigraði hér í Blue höllinni í kvöld. Var stigahæstur á vellinum með 25 stig og reif niður 19 fráköst að auki. Alvöru trölla tvenna hjá Milka. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig að skapa vandræði fyrir Keflavík og þurftu þeir að hafa mikið fyrir því að loka á hann. Hjá Keflavík var Wendell Green stigahæstur með 21 stig. Jaka Brodnik var mjög öflugur og setti líka stór skot. Hann var með 16 stig og reif niður 9 fráköst að auki. Dómarinn Ég var virkilega ánægður með dómarana hér í kvöld. Þeir leyfðu smá hörku sem er nauðsynlegt í svona nágrannaslag. Mér fannst þeir oft finna þessa fullkomnu línu milli þess hvað mátti að leyfa og hvað ekki. Hallaði örlítið undan þeim í seinni hálfleiknum og kom smá kafli þar sem maður óttaðist að þeir gætu misst tökin. Hallaði ekki á neinn og bara virkilega góð dómgæsla hér í kvöld heilt yfir. Stemningin og umgjörð Frábær stemning og hörku mæting hérna í Blue höllinni í kvöld. Nágrannaslagur af bestu gerð og stæðin byrjuðu að fyllast rúmlega klukkutíma í leik. Fan-zone inni í B-sal, gamlar goðsagnir liðana voru mættar og allt upp á gömlu góðu 10,5. „Í þeim business að sanna að þú þurfir ekki að spila vörn til að verða meistarar“ „Við bara náðum ekki að skora nógu mikið. Í síðasta leikhluta þá held ég að við höfum skorað 12 stig eða eitthvað álíka þannig að það er bara ekki nóg.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi ollið því að þeir hefðu ekki náð að klára leikinn eftir að hafa leitt hann lengst af sagði Pétur að hans lið hafi hreinlega bara ekki hitt í restina. „Þetta er það sem við erum að reyna að gera og á meðan við hittum ekki þá gengur þetta illa.“ Þegar sóknin klikkar er oft varaplan sem er vörnin. „Við fengum á okkur 89 stig sem er það minnsta sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við erum líka í þeim „business“ að sanna það að þú þurfir ekki að spila vörn til að verða meistarar.“ Þrátt fyrir tap þá var ýmislegt jákvætt hægt að taka úr þessum leik. „Við áttum ágætis „run“ hérna í lok annars leikhluta. Þetta gekk ágætlega en við bara hittum ekki. Við fengum ágætis skot en hittum ekki. Þeir fengu stór „play“ og náðu að skora og það er bara munurinn á þessu.“ Milka: Vinnum ekki neitt nema við spilum sem lið „Þetta er Njarðvík-Keflavík. Alvöru baráttuleikir og ég hef spilað þá nokkra. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í treyju Njarðvíkur og ég er mjög ánægður með það. Við erum með lið sem hefur bara verið saman í einhverja tvær vikur. Við höfum þurft að eiga við meiðsli og svoleiðis og við munum byggja á þessum sigri og halda áfram,“ sagði Dominykas Milka, leikmaður Njarðvíkur. Njarðvík voru á kafla 17 stigum undir en hvað var það sem lagði grunninn af þessari endurkomu? „Við erum með marga góða leikmenn í liðinu og okkur gengu best þegar við spilum sem lið. Stundum falla skot fyrir Dwayne [Lautier-Ogunleye] og stundum fyrir Khalil [Shabazz] en annars verðum við bara stíga upp og stórt hrós á strákana fyrir að dæla boltanum á mig fyrir nokkur skot.“ „Með þetta lið þá munum við ekki vinna neitt nema við spilum sem lið. Við sýndum á síðasta ári að þegar Njarðvík spilar saman þá spiluðum við vel og það er markmiðið. Spila saman sem lið og verða betri og hjálpa hvor öðrum.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti
Keflavík tók á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Blue höllinni í lokaleik þriðju umferðar Bónus deild karla í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur á erfiðum útivelli. Það var Njarðvík sem tók uppkastið og skoraði úr sinni fyrstu sókn. Njarðvíkingar byrjuðu af miklum krafti og settu hvert skotið á fætur öðru fyrstu mínúturnar og náðu að komast í smá forskot gegn Keflavík. Keflavík gerði frábærlega að vinna sig til baka inn í þetta aftur og náðu með frábæru áhlaupi undir lok leikhlutans að snúa leiknum sér í hag og leiddi leikinn eftir fyrsta leikhluta 30-25. Annar leikhluti var allur í járnum. Bæði lið voru að spila flottan körfubolta á köflum og frábærar varnir. Njarðvík náðu að saxa á Keflavík og þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður var Njarðvík búið að taka forystu aftur. Keflavík tíu yfir í hálfleik Keflavík virtist eitthvað vakna við það að lenda undir aftur því þeir fóru á flug undir lok leikhlutans og enduðu leikhlutann með 12-0 áhlaupi og fór inn í búningsklefa í hálfleik með tíu stiga forskot 52-42. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki vel fyrir Njarðvík þar sem Keflavík settu fyrstu fimm stigin áður en Mario Matasovic náði að binda enda á 17 stig í röð frá Keflavík af vítalínunni. Njarðvíkingar gerðu vel eftir því sem leið á leikhlutann og voru farnir að hóta því að jafna leikinn á kafla en enn og aftur var það gríðarlega sterkur lokakafli hjá Keflavík sem ýtti þeirri hugmynd frá og Keflavík leiddi fyrir síðasta leikhlutann 76-65. Það var ekki mikið sem benti til þess að Njarðvíkingar væru að undirbúa endurkomu hérna í kvöld. Þeir hinsvegar byrjuðu fjórða leikhlutann frábærlega og söxuðu vel á forskot Keflavíkur snemma niður í fjögur stig. Á lokakaflanum var það Njarðvík sem reyndist sterkari og fór Isaiah Coddon á vítalínuna þegar nokkar sekúndur voru eftir og kom Njarðvík í þriggja stiga forskot þegar um sjö sekúndur voru eftir. Wendell Green reyndi við þriggja stiga skot en það gekk ekki og þó Jarrell Reischel náði frákastinu undir körfunni og setti boltann í körfuna var það ekki nóg og Njarðvíkingar fóru með 88-89 sigur. Atvik leiksins Alveg undir lok leiksins blokka Njarðvíkingar Wendell Green sem er að keyra á körfuna einu stigi undir og Dwayne Lautier-Ogunleye keyrir hratt upp á hinn endan og setur sniðskotið sem gerði þetta erfiðara fyrir Keflavík. Stjörnur og skúrkar Dominykas Milka kom sá og sigraði hér í Blue höllinni í kvöld. Var stigahæstur á vellinum með 25 stig og reif niður 19 fráköst að auki. Alvöru trölla tvenna hjá Milka. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig að skapa vandræði fyrir Keflavík og þurftu þeir að hafa mikið fyrir því að loka á hann. Hjá Keflavík var Wendell Green stigahæstur með 21 stig. Jaka Brodnik var mjög öflugur og setti líka stór skot. Hann var með 16 stig og reif niður 9 fráköst að auki. Dómarinn Ég var virkilega ánægður með dómarana hér í kvöld. Þeir leyfðu smá hörku sem er nauðsynlegt í svona nágrannaslag. Mér fannst þeir oft finna þessa fullkomnu línu milli þess hvað mátti að leyfa og hvað ekki. Hallaði örlítið undan þeim í seinni hálfleiknum og kom smá kafli þar sem maður óttaðist að þeir gætu misst tökin. Hallaði ekki á neinn og bara virkilega góð dómgæsla hér í kvöld heilt yfir. Stemningin og umgjörð Frábær stemning og hörku mæting hérna í Blue höllinni í kvöld. Nágrannaslagur af bestu gerð og stæðin byrjuðu að fyllast rúmlega klukkutíma í leik. Fan-zone inni í B-sal, gamlar goðsagnir liðana voru mættar og allt upp á gömlu góðu 10,5. „Í þeim business að sanna að þú þurfir ekki að spila vörn til að verða meistarar“ „Við bara náðum ekki að skora nógu mikið. Í síðasta leikhluta þá held ég að við höfum skorað 12 stig eða eitthvað álíka þannig að það er bara ekki nóg.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi ollið því að þeir hefðu ekki náð að klára leikinn eftir að hafa leitt hann lengst af sagði Pétur að hans lið hafi hreinlega bara ekki hitt í restina. „Þetta er það sem við erum að reyna að gera og á meðan við hittum ekki þá gengur þetta illa.“ Þegar sóknin klikkar er oft varaplan sem er vörnin. „Við fengum á okkur 89 stig sem er það minnsta sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við erum líka í þeim „business“ að sanna það að þú þurfir ekki að spila vörn til að verða meistarar.“ Þrátt fyrir tap þá var ýmislegt jákvætt hægt að taka úr þessum leik. „Við áttum ágætis „run“ hérna í lok annars leikhluta. Þetta gekk ágætlega en við bara hittum ekki. Við fengum ágætis skot en hittum ekki. Þeir fengu stór „play“ og náðu að skora og það er bara munurinn á þessu.“ Milka: Vinnum ekki neitt nema við spilum sem lið „Þetta er Njarðvík-Keflavík. Alvöru baráttuleikir og ég hef spilað þá nokkra. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í treyju Njarðvíkur og ég er mjög ánægður með það. Við erum með lið sem hefur bara verið saman í einhverja tvær vikur. Við höfum þurft að eiga við meiðsli og svoleiðis og við munum byggja á þessum sigri og halda áfram,“ sagði Dominykas Milka, leikmaður Njarðvíkur. Njarðvík voru á kafla 17 stigum undir en hvað var það sem lagði grunninn af þessari endurkomu? „Við erum með marga góða leikmenn í liðinu og okkur gengu best þegar við spilum sem lið. Stundum falla skot fyrir Dwayne [Lautier-Ogunleye] og stundum fyrir Khalil [Shabazz] en annars verðum við bara stíga upp og stórt hrós á strákana fyrir að dæla boltanum á mig fyrir nokkur skot.“ „Með þetta lið þá munum við ekki vinna neitt nema við spilum sem lið. Við sýndum á síðasta ári að þegar Njarðvík spilar saman þá spiluðum við vel og það er markmiðið. Spila saman sem lið og verða betri og hjálpa hvor öðrum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum