Í upphafi kosningabaráttu Heimir Pálsson skrifar 18. október 2024 14:01 Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem komin erum á þann aldur eða höfum náð þeim þroska að við erum hreint ekki viss um að lifa heilt kjörtímabil, við áttum mörg hver sameiginlegan draum: Okkur dreymdi um að skila kynslóðunum sem tækju við, skila barnabörnunum okkar, betri heimi en þeim sem við hefðum fengið að láni um stuttan tíma. Betri heimi, nefnilega mennskari heimi. Við trúðum ekki á þá byltingu sem mistókst undir ráðstjórn ekki fremur en þá blóðugu gróðabyltingu sem kapítalisminn bauð okkur og byggir velsæld á þrælahaldi. Og kannski varð best lýst með því að dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Nei, við trúðum á mannúð, sum þá mannúð sem trésmiðssonurinn frá Nasaret boðaði. Önnur létu sér nægja vonina um að þekking og menntun myndu leiða til þess að jafnrétti og bræðralag yrðu sjálfsögð, að maðurinn, hvort heldur væru konur karlar eða kvár, myndu skilja að þau eru ekki kóróna neins sköpunarverks heldur til þess fædd og alin að annast þá einu jörð sem til boða var. Að þá væru ekki fegurst og best eftirmælin ef þau yrðu mæld í hagvexti heldur mennsku. Og nú horfa þessi sömu augu yfir sviðið og eyrun sperrast: Höfum við gengið til góðs? Ráðherra fær gæsahúð ef mannúð er sett ofan lögunum sem mennirnir settu. Óskapast er yfir móttöku flóttamanna í landi auðæfanna sem ekki voru notuð til að bæta geðheilsu barna eða aðbúnað kvenna og barna sem flýja undan ofbeldi karla. Og það er talað eins og öðru verði að hætta ef hitt verði bætt. – Og það er þyrlað upp ryki til að sannfæra þjóðina um að yfir vofi orkuskortur og verði ekki bættur nema allt verði virkjað sem hreyfist, vatn eða vindur. Það er þá bara að finna eitthvað annað huggulegt að sýna túristum. Því handa þeim má ekki skorta hótelin þótt enginn möguleiki sé á að koma þaki yfir höfuðið á ungu fólki. – Það er að vísu margt óleyst í gerviheimi framtíðarinnar, falsfréttir og svoleiðis. Skólarnir geta reddað því. Kennararnir nenna ekki að vinna. – Svo þurfti borgarstjórinn að mæta á fundi í útlöndum. Það eru reyndar ekki allar falsfréttir nýjar. Ég heyrði ungan og sjálfsagt bráðgáfaðan mann segja í útvapi í gær að það yrði að leggja Ríkisútgáfu námsbóka niður. Ekkert í dálitlum hópi varð til þess að leiðrétta. Ég stórefa að sá gáfumaður hafi verið fæddur þegar stofnun með þessu nafni var lögð niður. Nei, loks er eins og ekkert hafi gerst. Okkur hefur mistekist margt. Við höfum ekki náð, jafnrétti, ekki útrýmt fátæktinni sem kvaldi fólkið okkar öldum saman, ekki tekið höndum saman til að vernda þann hluta heimsins sem okkur stendur næstur, ekki sameinast um óskina um frið fyrr en búið er að drepa nógu stóran hluta mannkynsins og hræða afganginn til hlýðni. Við þá sýn sem við blasir virðist gömlum manni nokkuð ljóst að ekkert vinnist með því að gera meira af sömu vitleysunum og gerðar hafa verið áratugum saman. Það verður að efla til baráttu þau sem þora að hugsa öðruvísi og standa vörð um jafnrétti, náttúruvernd, mannúð. Þann hóp sé ég í Vinstri grænum. Höfundur er eftirlaunamaður.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun